Ég gleymdi veskinu Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2020 14:41 Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar