Er ástæða til að kaupa í Icelandair? Þórir Garðarsson skrifar 16. september 2020 09:30 Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun