Orkujurtir - umhverfisvænir orkugjafar Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2020 09:00 Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd. Nýsköpun í landbúnaði Orkujurtirnar repja og nepja má rækta með góðum árangri víða um land og getur orðið góð viðbót sem nýsköpun í íslenskum landbúnaði og iðnaði. Ræktun orkujurta styður við landgræðslu og jarðvegsundirbúning fyrir aðra ræktun. Við ræktun og vinnslu þessara tegunda verða til þrjár afurðir; olía, fóðurmjöl og stönglar. Stönglarnir eru notaðir sem áburður og undir húsdýr, fóðurmjölið er próteinríkt og hentar vel fyrir nautgripi, svín og eldisfiska. Þá má nota olíuna sem vistvænan orkugjafa á vélar sem brenna dísilolíu. Þörf á efnahagslegum hvötum Síðastliðið haust flutti undirrituð ásamt öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins þingsályktunartillögu um mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi. Með henni er Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu og sveitastjórnarráðherra falið að skipa starfshóp til að móta og hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um efnahagslegan hvata sem styrkja forsendur fyrir ræktun orkujurta. Þessi þingsályktunartillaga verður endurflutt á haustþingi. Betra fyrir efnahaginn og umhverfið Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og nýta frekar orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er aðili að Parísar sáttmálanum, samkvæmt sáttmálanum skulu aðildarríkin setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og unnið er að því statt og stöðugt. Það mikið gleðiefni þegar ritað var undir viljayfirlýsingu í síðustu viku milli Samgöngustofu og ISAVIA um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Með samstarfi Samgöngustofu og ISAVIA er stigið mikilvægt skref í orkuskiptum með því að auka hlutdeild innlendra orkugjafa. Með sívaxandi umhverfisvitund og aukinni þekkingu á áhrifum brennslu jarðefnaeldsneytis á hlýnun jarðar hljótum við öll að vera sammála um að nýta umhverfisvæna og sjálfbæra orkugjafa, það er gott fyrir jörðina, landbúnaðinn og efnahaginn. Repjuræktun eflir sjálfbærni íslensk samfélags og styrkir íslenska atvinnuvegi. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Innlend olíuframleiðsla eflir orkuöryggi Íslands, sparar gjaldeyri og minnkar verðsveiflur. Hún er einnig mun umhverfisvænni en notkun jarðefnaeldsneyta. Ræktun á repju og nepju bindur koldíoxíð og dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda. Vinnsla á olíu úr fræjum þessara orkujurta bindur meira koldíoxíð en losnar við bruna á olíunni, öfugt við það sem gerist þegar jarðolía er brennd. Nýsköpun í landbúnaði Orkujurtirnar repja og nepja má rækta með góðum árangri víða um land og getur orðið góð viðbót sem nýsköpun í íslenskum landbúnaði og iðnaði. Ræktun orkujurta styður við landgræðslu og jarðvegsundirbúning fyrir aðra ræktun. Við ræktun og vinnslu þessara tegunda verða til þrjár afurðir; olía, fóðurmjöl og stönglar. Stönglarnir eru notaðir sem áburður og undir húsdýr, fóðurmjölið er próteinríkt og hentar vel fyrir nautgripi, svín og eldisfiska. Þá má nota olíuna sem vistvænan orkugjafa á vélar sem brenna dísilolíu. Þörf á efnahagslegum hvötum Síðastliðið haust flutti undirrituð ásamt öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins þingsályktunartillögu um mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi. Með henni er Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu og sveitastjórnarráðherra falið að skipa starfshóp til að móta og hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um efnahagslegan hvata sem styrkja forsendur fyrir ræktun orkujurta. Þessi þingsályktunartillaga verður endurflutt á haustþingi. Betra fyrir efnahaginn og umhverfið Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti og nýta frekar orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er aðili að Parísar sáttmálanum, samkvæmt sáttmálanum skulu aðildarríkin setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og unnið er að því statt og stöðugt. Það mikið gleðiefni þegar ritað var undir viljayfirlýsingu í síðustu viku milli Samgöngustofu og ISAVIA um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Með samstarfi Samgöngustofu og ISAVIA er stigið mikilvægt skref í orkuskiptum með því að auka hlutdeild innlendra orkugjafa. Með sívaxandi umhverfisvitund og aukinni þekkingu á áhrifum brennslu jarðefnaeldsneytis á hlýnun jarðar hljótum við öll að vera sammála um að nýta umhverfisvæna og sjálfbæra orkugjafa, það er gott fyrir jörðina, landbúnaðinn og efnahaginn. Repjuræktun eflir sjálfbærni íslensk samfélags og styrkir íslenska atvinnuvegi. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar