Gagnrýnir myndbirtingu af fáklæddum Foden og segir karla eiga skilið sömu virðingu og konur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:46 Hödd segist ekki vilja dæma fjórmenningana sem hafa verið í aðalhlutverki í málinu. Hún gerir þó athugasemdi við ákveðna fleti þess. Vísir/Skjáskot Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. Þetta kemur fram í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. „Ég tek það strax fram að ég er ekki að dæma fjórmenningana þar sem að mér ferst það ekki og hef gert fleiri mistök í lífinu en ég nenni að telja. Það eru samt nokkrir hlutir sem mig langar til að benda á tengt þessu máli. Hér eru fjórir ungir einstaklingar að gamna sér. Tveir eru jú efnaðir, karlkyns og með sterkt bakland í gegnum atvinnu sína. Það breytir því þó ekki að þroski þeirra er líklega ekkert meiri en fólks á þessum aldri og þar með að öllum líkindum alveg jafn viðkvæmir og jafnaldrar þeirra - bæði kvenkyns og karlkyns,“ skrifar Hödd. Eðlilegt að verja þær Þá segir hún eðlilegt að fólk hafi tekið til varna fyrir konurnar, þær Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen, en fúkyrðum hefur verið ausið yfir þær í kjölfar málsins og þær meðal annars kallaðar hjónadjöflar og druslur. Margir hafa þá bent á að það voru ekki þær sem brutu reglur um sóttkví, heldur landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem voru staddir hér á landi vegna leiks Íslands og Englands síðastliðinn laugardag. Þeir voru í sóttkví, en með því að hitta Láru og Nadíu þverbrutu þeir reglur um slíkt og voru sektaðir um 250.000 krónur hvor áður en þeir fóru úr landi. „Það er þó þannig að stúlkan / stúlkurnar myndaði til dæmis beran afturenda eins drengjanna og setti inn á samfélagsmiðla fyrir einhverja vini sína til að sjá. Myndinni var, eins og flestir vita, komið á fjölmiðla og fór þaðan í dreifingu. Í ofanálag er stúlkan í viðtali í breskum fjölmiðli þar sem hún greinir frá því að þau höfðu samfarir og að viðkomandi drengur kyssi mjög vel,“ segir Hödd og vísar þar til einkaviðtals Daily Mail við Láru. Í umfjöllum Daily Mail er meðal annars að finna mynd þar sem Foden sést með nærbuxurnar dregnar niður fyrir mitti og sést í berann rassinn á honum. Myndina tók Lára uppi á hótelherbergi og deildi í lokaðan hóp vina sinna á Instagram. Myndin rataði þó út úr hópnum og í klær ensku pressunnar, en þar eru fá leyndarmál og illa geymd. „Snúum dæminu við: Bretinn / Bretarnir hefðu myndað beran afturenda stúlkunnar, sett á samfélagsmiðla og myndirnar þaðan farið á fjölmiðla og í keyrslu víða um heim. Annar þeirra hefði svo farið í viðtal í fjölmiðli og talað um hæfni hennar í kossadeildinni og upplýst alla heimsbyggðina um að hann hefði haft samfarir við stúlkuna,“ en í einkaviðtalinu lýsir Lára því meðal annars að Foden hafi verið „góður að kyssa.“ „Mig grunar að það þætti ekki jafn léttvægt og það er að mínu mati bara alls ekkert sanngjarnt. Karlmenn, hvað þá ungir, eiga engu minni virðingu skilið en konur,“ skrifar Hödd að lokum. Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Jafnréttismál Tengdar fréttir Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. Þetta kemur fram í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. „Ég tek það strax fram að ég er ekki að dæma fjórmenningana þar sem að mér ferst það ekki og hef gert fleiri mistök í lífinu en ég nenni að telja. Það eru samt nokkrir hlutir sem mig langar til að benda á tengt þessu máli. Hér eru fjórir ungir einstaklingar að gamna sér. Tveir eru jú efnaðir, karlkyns og með sterkt bakland í gegnum atvinnu sína. Það breytir því þó ekki að þroski þeirra er líklega ekkert meiri en fólks á þessum aldri og þar með að öllum líkindum alveg jafn viðkvæmir og jafnaldrar þeirra - bæði kvenkyns og karlkyns,“ skrifar Hödd. Eðlilegt að verja þær Þá segir hún eðlilegt að fólk hafi tekið til varna fyrir konurnar, þær Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen, en fúkyrðum hefur verið ausið yfir þær í kjölfar málsins og þær meðal annars kallaðar hjónadjöflar og druslur. Margir hafa þá bent á að það voru ekki þær sem brutu reglur um sóttkví, heldur landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem voru staddir hér á landi vegna leiks Íslands og Englands síðastliðinn laugardag. Þeir voru í sóttkví, en með því að hitta Láru og Nadíu þverbrutu þeir reglur um slíkt og voru sektaðir um 250.000 krónur hvor áður en þeir fóru úr landi. „Það er þó þannig að stúlkan / stúlkurnar myndaði til dæmis beran afturenda eins drengjanna og setti inn á samfélagsmiðla fyrir einhverja vini sína til að sjá. Myndinni var, eins og flestir vita, komið á fjölmiðla og fór þaðan í dreifingu. Í ofanálag er stúlkan í viðtali í breskum fjölmiðli þar sem hún greinir frá því að þau höfðu samfarir og að viðkomandi drengur kyssi mjög vel,“ segir Hödd og vísar þar til einkaviðtals Daily Mail við Láru. Í umfjöllum Daily Mail er meðal annars að finna mynd þar sem Foden sést með nærbuxurnar dregnar niður fyrir mitti og sést í berann rassinn á honum. Myndina tók Lára uppi á hótelherbergi og deildi í lokaðan hóp vina sinna á Instagram. Myndin rataði þó út úr hópnum og í klær ensku pressunnar, en þar eru fá leyndarmál og illa geymd. „Snúum dæminu við: Bretinn / Bretarnir hefðu myndað beran afturenda stúlkunnar, sett á samfélagsmiðla og myndirnar þaðan farið á fjölmiðla og í keyrslu víða um heim. Annar þeirra hefði svo farið í viðtal í fjölmiðli og talað um hæfni hennar í kossadeildinni og upplýst alla heimsbyggðina um að hann hefði haft samfarir við stúlkuna,“ en í einkaviðtalinu lýsir Lára því meðal annars að Foden hafi verið „góður að kyssa.“ „Mig grunar að það þætti ekki jafn léttvægt og það er að mínu mati bara alls ekkert sanngjarnt. Karlmenn, hvað þá ungir, eiga engu minni virðingu skilið en konur,“ skrifar Hödd að lokum.
Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Jafnréttismál Tengdar fréttir Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02
Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59
Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56