Körfubolti

Bentu Valencia á fótboltahæfileika Martins

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson fór til Valencia frá Berlín í sumar.
Martin Hermannsson fór til Valencia frá Berlín í sumar. mynd/@valenciabasket

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefði eflaust getað náð langt í fótbolta hefði hann farið þá braut en í staðinn leikur hann í bestu landsdeild Evrópu í körfubolta.

Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Hann lék einnig með þýska liðinu í EuroLeague og verður þar á ferðinni með Valencia í vetur.

Á Twitter-síðu EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni í körfubolta, birtist klippa í gær þar sem sjá mátti Martin sýna fótboltatilþrif með körfuboltann. Var knattspyrnuliði Valencia þar bent á að ef þörf krefði í vetur þyrfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem Martin væri jafnvígur á körfu- og fótbolta.

Martin hefur reyndar áður sýnt fótboltalega tilburði með körfuboltann, þegar hann skallaði boltann eftirminnilega í leik gegn Portúgal í undankeppni EM í fyrra.

Valencia mætir Baskonia 20. september í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni á komandi leiktíð. Áætlað er að fyrsti leikur liðsins í EuroLeague verði gegn franska liðinu ASVEL, sem er í eigu Tony Parker, þann 1. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.