Bentu Valencia á fótboltahæfileika Martins Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2020 08:00 Martin Hermannsson fór til Valencia frá Berlín í sumar. mynd/@valenciabasket Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefði eflaust getað náð langt í fótbolta hefði hann farið þá braut en í staðinn leikur hann í bestu landsdeild Evrópu í körfubolta. Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Hann lék einnig með þýska liðinu í EuroLeague og verður þar á ferðinni með Valencia í vetur. Á Twitter-síðu EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni í körfubolta, birtist klippa í gær þar sem sjá mátti Martin sýna fótboltatilþrif með körfuboltann. Var knattspyrnuliði Valencia þar bent á að ef þörf krefði í vetur þyrfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem Martin væri jafnvígur á körfu- og fótbolta. .@hermannsson15 can do it ALL @valenciacf_en if you guys need an emergency loan during the season, you don t have to look very far #EUROLEAGUEUNITED pic.twitter.com/VRS0rr1WAo— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 11, 2020 Martin hefur reyndar áður sýnt fótboltalega tilburði með körfuboltann, þegar hann skallaði boltann eftirminnilega í leik gegn Portúgal í undankeppni EM í fyrra. Martin Hermannsson @hermannsson15 with the trick play of the night on the @FIBA @EuroBasket stage! #TangramSports #TangramPlayers #FollowYourDreamsWithUs pic.twitter.com/TGg7HawhcJ— Tangram Sports (@TangramSports) February 21, 2019 Valencia mætir Baskonia 20. september í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni á komandi leiktíð. Áætlað er að fyrsti leikur liðsins í EuroLeague verði gegn franska liðinu ASVEL, sem er í eigu Tony Parker, þann 1. október. Spænski körfuboltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefði eflaust getað náð langt í fótbolta hefði hann farið þá braut en í staðinn leikur hann í bestu landsdeild Evrópu í körfubolta. Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Hann lék einnig með þýska liðinu í EuroLeague og verður þar á ferðinni með Valencia í vetur. Á Twitter-síðu EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni í körfubolta, birtist klippa í gær þar sem sjá mátti Martin sýna fótboltatilþrif með körfuboltann. Var knattspyrnuliði Valencia þar bent á að ef þörf krefði í vetur þyrfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem Martin væri jafnvígur á körfu- og fótbolta. .@hermannsson15 can do it ALL @valenciacf_en if you guys need an emergency loan during the season, you don t have to look very far #EUROLEAGUEUNITED pic.twitter.com/VRS0rr1WAo— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 11, 2020 Martin hefur reyndar áður sýnt fótboltalega tilburði með körfuboltann, þegar hann skallaði boltann eftirminnilega í leik gegn Portúgal í undankeppni EM í fyrra. Martin Hermannsson @hermannsson15 with the trick play of the night on the @FIBA @EuroBasket stage! #TangramSports #TangramPlayers #FollowYourDreamsWithUs pic.twitter.com/TGg7HawhcJ— Tangram Sports (@TangramSports) February 21, 2019 Valencia mætir Baskonia 20. september í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni á komandi leiktíð. Áætlað er að fyrsti leikur liðsins í EuroLeague verði gegn franska liðinu ASVEL, sem er í eigu Tony Parker, þann 1. október.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira