Handbolti

Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framkonur unnu tvöfalt í fyrra og er spáð Íslandsmeistaratitlinum næsta vor.
Framkonur unnu tvöfalt í fyrra og er spáð Íslandsmeistaratitlinum næsta vor. Vísir/Daníel Þór

Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni.

Árleg spá fyrir komandi tímabil í Olís deildunum var gerð opinber á kynningarfundi Olís deildanna í dag.

Fram er spáð sigri í Olís deild kvenna en Framliðið varð deildarmeistari og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Fram fékk yfirburðarkosningu en ÍBV var næst í spánni. Valskonum er síðan spáð þriðja sætinu.

Það vekur athygli að lið Þór/KA sem vann sjö marka sigur á Fram í Meistarakeppni kvenna í gær er aðeins spáð fimmta sætinu og eru norðanstúlkur í raun mun nærri sjötta sætinu en því fjórða.

Hafnarfjarðarliðunum Haukum og FH er spáð neðstu sætunum. FH færi þá beint niður en Haukakonur í umspil.

Fram U er spáð sigri í Grill deild kvenna en efstu tvö liðin í spánni af þeim sem geta farið upp eru Afturelding og Grótta.

Val er spáð sigri í Olís deild karla en Valsliðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð. Næst á eftir Val í spánni eru Haukar en nágrönnum þeirra úr FH er síðan spáð þriðja sætinu.

Eyjamönnum, sem unnu Valsmenn í Meistarakeppni karla í gær, er aftur á móti aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni.

Liðum ÍR og Gróttu er spáð falli úr deildinni en norðanliðin KA og Þór missa af úrslitakeppninni samkvæmt spánni.

HK er spáð sigri í Grill deild karla en Kría fékk einnig mjög góða spá og fer upp í Olís deildina samkvæmt spánni fulltrúa liðanna í deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá spárnar fyrir allar fjórar deildirnar.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Olís deild kvenna

  • 1. Fram 164 stig
  • 2. ÍBV 149 stig
  • 3. Valur 131 stig
  • 4. Stjarnan 125 stig
  • 5. KA/Þór 98 stig
  • 6. HK 82 stig
  • 7. Haukar 58 stig
  • 8. FH 57 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Olís deild karla

  • 1. Valur 374 stig
  • 2. Haukar 354 stig
  • 3. FH 315 stig
  • 4. Afturelding 288 stig
  • 5. ÍBV 260 stig
  • 6. Selfoss 257 stig
  • 7. Stjarnan 251 stig
  • 8. Fram 189 stig
  • 9. KA 181 stig
  • 10. Þór Ak. 119 stig
  • 11. ÍR 113 stig
  • 12. Grótta 107 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Grill 66 deild karla

  • 1. HK 257 stig
  • 2. Kría 227 stig
  • 3. Fjölnir 195
  • 4. Valur U 186 stig
  • 5. Haukar U 185 stig
  • 6. Vængir Júpíters 184 stig
  • 7. Víkingur R. 167 stig
  • 8. Selfoss U 104 stig
  • 9. Fram U 79 stig
  • 10. Hörður 66 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Grill 66 deild kvenna

  • 1. Fram U 194 stig
  • 2. Afturelding 173 stig
  • 3. Grótta 151 stig
  • 4. Selfoss 150 stig
  • 5. Valur U 122 stig
  • 6. ÍR 100 stig
  • 7. Fjölnir/Fylkir 99 stig
  • 8. HK U 69 stig
  • 9. Víkingur R. 67 stig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×