Íslandsmeistarinn segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 20:00 Hilmar Örn setti Íslandsmet í sleggjukasti nýverið og er meðal tíu bestu í heiminum að svo stöddu. Mynd/Stöð 2 Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira