Handbolti

Valsmenn draga liðið úr Evrópukeppni: Ekki mikilvægari en líf og heilsa fólks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson er þjálfari Valsmanna.
Snorri Steinn Guðjónsson er þjálfari Valsmanna. Vísir/Daníel Þór

Valsmenn hafa ákveðið að taka ekki þátt í Evrópukeppninni í handbolta í vetur eins og hafa dregið liðið sitt úr keppni.

„Vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins, sér stjórn handknattleiksdeildar Vals sér ekki fært annað en að draga karlalið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta í ár,“ segir í tilkynningu Valsmanna.

Valsmenn drógust á móti TTH Holstebro í Evrópudeild EHF og var búið að semja um að báðir leikirnir fari fram í Danmörku. Ekkert verður að því að Valsmenn fari út í þessa leiki sem áttu að vera um næstu helgi.

„Stjórnin telur þetta það eina ábyrga sem hægt er að gera í stöðunni eins og hún er í dag. Stjórnin vill ekki setja leikmennina, fjölskyldur þeirra eða nokkurn annan í óþarfa áhættu á því að smitast, eða smita aðra, af kórónuveirunni,“ segir í tilkynningu Valsmanna.

„Handbolti er mikilvægur en ekki mikilvægari en líf og heilsa fólks. Framundan eru svo spennandi leikir í keppnum hér heima og þar ætlar karlalið Vals sér stóra hluti,“ segir í tilkynningu Valsmanna.

Yfirlýsing! Vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins, sér stjórn...

Posted by Valur Handbolti on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×