Tungumálatöfrar Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið. Á málþinginu töluðu m.a. ung kona Ayah Ahmad menntaskólanemi á Ísafirði sem er flóttamaður frá Sýrlandi og hefur dvalið með fjölskyldu sinni fyrir vestan í 2 ár og talar ótrúlega góða íslensku. Hún sýndi okkur inn í þann veruleika sem flóttamenn víða um heim búa við og hve tungumálið getur verið mikilvægur lykill að betra lífi í ókunnu landi langt frá heimahögum en þar sem friður og öryggi ríkir eins og hér á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir á heiðurinn af því að koma þessu verkefni á laggirnar og hefur fengið til liðs við sig fjölda áhugasamra aðila bæði einstaklinga og fyrirtæki og stofnað hefur verið um það félag. Verkefnið hefur sannað sig og því mikilvægt að það breiðist út um landið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið og aðra áhugasama aðila. Tungumálatöfrar hafa staðið fyrir íslenskunámskeiðum á Ísafirði í gegnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára börn frá árinu 2017 ásamt útivistarnámskeiðum. Kennarar nota myndlist, tónlist, sögur og leiki til að leiða börnin áfram í umhverfi sem eflir málvitund og styrkir sjálfsmynd þeirra. Hátíð er haldin á lokadeginum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Þannig er stuðlað að samtali og blöndun á milli þjóðfélagshópa og lagður sterkari grunnur að þátttöku þeirra í íslensku samfélagi. Um leið eru foreldrar og forráðamenn barnanna virkjaðir með þátttöku í hátíð sem haldin er í lok námskeiðsins þar sem er m.a. boðið upp á matarupplifun frá ólíkum heimshornum og afrakstur námskeiðsins kynntur. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Barnamenningarsjóði, Prófessorsembættinu á Hrafnseyri, Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, verkalýðsfélögum og fiskvinnslufyrirtækjum í bæjarfélaginu. Mikilvægt er að hægt verði að þróa námsgagnagerð og efla nýsköpun fyrir íslenskukennslu til þeirra fjöltyngdu markhópa sem unnið er með. Verkefnið Tungumálatöfrar er komið til að vera og styrkir okkar fjölmenningarsamfélag eykur skilning og samstöðu barna og foreldra af ólíku þjóðerni óháð búsetu og brýtur niður múra. Það var ánægjulegt að sitja þetta málþing og finna kraftinn og áhugann sem þar ríkti. Til hamingju með þetta þarfa framtak. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun