Sport

Rússar í vandræðum vegna lyfjamisnotkunar á Ólympíuleikum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andrei Silnov fagnar í Peking 2008
Andrei Silnov fagnar í Peking 2008 vísir/Getty

Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) hefur ákært rússnesku Ólympíumeistarana Andrei Silnov og Nataliu Antjuch fyrir lyfjamisnotkun og mun málið verða tekið fyrir af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS).

Silnov hreppti gullverðlaun í hástökki á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 en Antjuch varð fyrst í mark í 400 metra grindahlaupi á ÓL í London 2012. 

Verði þau fundin sek um lyfjamisnotkun verða þau svipt gullverðlaunum sínum en þegar hefur rússneski hástökkvarinn Ivan Ukhov verið sviptur gullverðlaun sínum frá ÓL í London 2012 í kjölfarið af sömu rannsókn sem byggir á skýrslu Richard McLaren.

Tvær aðrar rússneskar frjálsíþróttakonur; þær Jelena Soboleva og Oksana Kondratyeva eru einnig grunaðar um lyfjamisnotkun en þær unnu hins vegar ekki til gullverðlauna líkt og þau tvö fyrrnefndu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.