Sport

Rússar í vandræðum vegna lyfjamisnotkunar á Ólympíuleikum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andrei Silnov fagnar í Peking 2008
Andrei Silnov fagnar í Peking 2008 vísir/Getty
Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) hefur ákært rússnesku Ólympíumeistarana Andrei Silnov og Nataliu Antjuch fyrir lyfjamisnotkun og mun málið verða tekið fyrir af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS).

Silnov hreppti gullverðlaun í hástökki á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 en Antjuch varð fyrst í mark í 400 metra grindahlaupi á ÓL í London 2012. 

Verði þau fundin sek um lyfjamisnotkun verða þau svipt gullverðlaunum sínum en þegar hefur rússneski hástökkvarinn Ivan Ukhov verið sviptur gullverðlaun sínum frá ÓL í London 2012 í kjölfarið af sömu rannsókn sem byggir á skýrslu Richard McLaren.

Tvær aðrar rússneskar frjálsíþróttakonur; þær Jelena Soboleva og Oksana Kondratyeva eru einnig grunaðar um lyfjamisnotkun en þær unnu hins vegar ekki til gullverðlauna líkt og þau tvö fyrrnefndu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×