Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2020 15:00 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira