Handbolti

Seinni bylgjan: „Einn versti dómur sem ég hef séð í mörg ár í ís­lensku deildinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atvikið umdeilda.
Atvikið umdeilda. vísir/skjáskot
ÍR vann frábæran sigur á ÍBV í vikunni en Eyjamenn höfðu tögl og haldir á leiknum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik snérist taflið við.

Undir lokin átti sér stað umdeilt atvik er Björgvin Hólmgeirsson skoraði mikilvægt mark fyrir ÍR en hann virtist taka ansi mörg skref án þess að Jónas Elíasson og Bjarni Viggóson, dómarar leiksins, dæmdu eitt né neitt.

„Ég held að hann taki þarna einhver sex eða sjö skref og skorar þetta mark,“ sagði Ágúst Jóhannsson. „Þetta er rosalegt. Þetta eru átta skref!“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við. Logi Geirsson tók við boltanum:

„Þetta er vendipunktur. Ég get fyrirgefið dómurum fjögur skref og mögulega fimm. En sex. Ég fer að efast um hvað er í gangi og það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Logi og hélt áfram:

„Ég fór að skoða staðsetninguna á dómurunum og þetta gerist beint fyrir framan Jónas. Svona sex til sjö metra frá honum. Bjarni getur ekki séð þetta. Það sá öll höllin þetta og allur bekkurinn og allir sem voru að horfa á þennan leik.“

„Hann hleypur bara með boltann. Þetta er einn versti dómur sem ég hef séð í mörg ár í íslensku deildinni,“ sagði Logi.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í Eyjum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×