Körfubolti

Framlengingin: Grindavík næsta Öskubuska og KR aftur sigurstranglegast

Sindri Sverrisson skrifar

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í Framlengingunni í gær. Þeir veltu vöngum yfir næstu vikum vegna kórónuveirunnar, tilnefningum til Edduverðlauna, hvaða lið gæti átt Öskubuskuævintýri í úrslitakeppninni, hvort Þórsliðanna hefði valdið meiri vonbrigðum, og hvað mætti lesa í toppslag KR og Stjörnunnar sem KR vann.

Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan.

„KR sannaði að þetta var enginn grís í Njarðvík um daginn. Þeir eru komnir til að vera og eru orðnir sigurstranglegastir,“ sagði Teitur Örlygsson um stórleik KR og Stjörnunnar.

„Ströggl Stjörnunnar kom mér virkilega á óvart. Þó að ég sé búinn að vera þeirrar skoðunar í svolítinn tíma að þeir verði ekki Íslandsmeistarar þá eru þeir samt með lið til að verða það. Þetta eru vonbrigði. Þetta virðist allt vera svo fínt og flott en er það ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, og Teitur bætti við:

„Svo er svo skrýtið að pressan er samt öll á Stjörnunni. KR-ingar eru bara pressulausir. Þeir eru snillingar í því hvernig þeir hafa snúið þessu í höndunum á öllum. Þeir eru búnir að vinna öll þessi ár í röð, því þeir kunna einhvern veginn að kreista út sigrana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×