Sport

FH þrefaldur bikarmeistari í frjálsum

Sindri Sverrisson skrifar
Daði Lár Jónsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson unnu 4x200 metra boðhlaup.
Daði Lár Jónsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson unnu 4x200 metra boðhlaup. mynd/frí

FH vann þrefalt eftir jafna keppni við ÍR í bikarkeppninni í frjálsum íþróttum innanhúss í Kaplakrika í gær.

A-lið FH hlaut samtals 107 stig í stigakeppninni, fimm stigum meira en A-lið ÍR. Í bikarkeppninni fást 8 stig fyrir sigur í hverri grein, 7 stig fyrir 2. sæti og svo framvegis.

FH hlaut 58 stig í kvennakeppninni, aðeins tveimur stigum meira en ÍR, og 49 stig í karlakeppninni eða þremur stigum meira en ÍR. Breiðablik varð í 3. sæti í bæði keppni karla og kvenna, og því einnig samanlagt.

Kolbeinn Höður Gunnarsson kom frá Bandaríkjunum til að keppa á mótinu en hann setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss vestanhafs á dögunum. Kolbeinn vann 60 metra spretthlaup á 6,93 sekúndum og var einnig í sigursveit FH í 4x200 metra boðhlaupi.

Ólympíufararnir Guðni Valur Guðnason og Aníta Hinriksdóttir voru einnig á meðal keppenda. Aníta, sem hefur átt við meiðsli að stríða síðustu misseri, vann öruggan sigur í 1.500 metra hlaupi á 4:48,22 mínútum. Guðni vann svo kúluvarp með 18,22 metra kasti.





Hægt er að sjá öll úrslit mótsins með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×