Körfubolti

Tryggvi með hæsta framlag í toppslagnum við Real Madrid

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason er í stóru hlutverki hjá Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason er í stóru hlutverki hjá Zaragoza.

Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid í toppslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 92-70.

Tryggvi var með hæsta framlagið í liði Zaragoza samkvæmt tölfræðinni. Hann nýtti skotin sín vel og skoraði sex stig auk þess að taka fjögur fráköst. Real Madrid var hins vegar sterkari aðilinn í leiknum og hafði 47-31 yfir í hálfleik.

Real Madrid er því með 18 sigra á toppi deildarinnar ásamt Barcelona sem á leik til góða. Zaragoza er með 16 sigra og sjö töp í 3. sæti.


Tengdar fréttir

Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra

"Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum.

Tryggvi skoraði 9 stig í öruggum sigri | Thelma Dís gerði 13

Tryggvi Snær Hlinason gerði níu stig í góðum 10 stiga sigri Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þá skoraði Thelma Dís Ágústsdóttir 13 stig í bandaríska háskólakörfuboltanum er skóli hennar, Ball State, vann sinn 20. leik á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×