Körfubolti

Tryggvi: Mjög gott að komast að­eins heim og fylla á af­urðina að heiman

Ísak Hallmundarson skrifar
Tryggvi í eldlínunni í nótt.
Tryggvi í eldlínunni í nótt. vísir/bára

Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023.

Tryggvi var með 26 stig, 17 fráköst og 8 varin skot. ótrúleg tölfræði!

,,Þetta kemur mjög mikið af vörninni, um leið og við náum að læsa þeim og loka á það sem þeir eru að leita að þá náum við að ráðast á þá. Síðan vorum að spila betur saman sérstaklega og hitta skotum sem við þurftum að hitta, þannig þetta var allt mjög góður sigur,‘‘ sagði Tryggvi við Vísi eftir leik.

Tryggvi var nálægt þrefaldri tvennu, en það er þegar leikmaður í körfubolta er með yfir 10 þremur tölfræðiþáttum, t.d. 10+ stig, 10+ fráköst og 10+ varin skot. Er þetta besti landsleikurinn sem Tryggvi hefur átt?

,,Ég held það sé bara hiklaust já. Ég held ég hafi ekki komist svona nálægt þessu áður, það er gaman að taka svona stórt skref.‘‘

Tryggvi er á miðju tímabili með Zaragoza í spænsku deildinni. Hann segir alltaf gaman að koma heim og spila með landsliðinu.

,,Það er bara gaman, sérstaklega gaman að koma heim og sjá alla. Það er ansi stutt í þetta skipti, aðeins tveir dagar, en það er mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman, smá kjöt og ost og svona og fara með heim til Spánar,‘‘ sagði Tryggvi léttur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.