Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 13:00 Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.Skömmin Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.Inngrip opinberra aðila Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.Skömmin Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.Inngrip opinberra aðila Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun