Körfubolti

Fimm­tán stig og sjö stoð­sendingar frá Elvari er Borås kastaði frá sér sigrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Njarðvíkingurinn í landsleik.
Njarðvíkingurinn í landsleik. vísir/getty
Elvar Már Friðriksson skoraði fimmtán stig og var þriðji stigahæsti leikmaður Borås er liðið tapaði gegn BC Luleå í sænska körfuboltanum í kvöld, 84-78.

Borås var með góð tök á leiknum fyrir lokaleikhlutann en þeir leiddu þá 68-61. Þeir skoruðu hins vegar bara tíu stig í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum.

Ásamt því að skora fimmtán stig gaf Elvar sjö stoðsendingar og tók eitt frákast. Þrátt fyrir tapið er Borås enn á toppi deildarinnar, með fjögurra stiga forskot á einmitt Luleå.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×