Sport

Dagskráin: Pepsi Max kvenna, Pepsi Max Mörkin, Meistaradeildin í eFótbolta og nóg af golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selfyssingar verða í beinni útsendingu í dag.
Selfyssingar verða í beinni útsendingu í dag. Vísir/Vilhelm

Eftir gífurlega fótboltaveislu síðustu daga er aðeins rólegra um að litast hjá okkur í dag en þó nóg af fótbolta sem og golfi.

Við sýnum leik Selfoss og KR beint klukkan 18:00. Selfyssingar vilja eflaust bæta upp fyrir gríðarlega svekkjandi tap gegn Fylki á dögunum og þá þurfa KR-ingar að rífa sig upp eftir aðra sóttkví sumarsins. Liðið þarf á stigum að halda til að sogast ekki niður í fallbaráttuna.

Eftir leik verða Pepsi Max Mörkin í umsjón Helenu Ólafsdóttur á dagskrá. Að honum loknum mæta þeir Vilhjámur Freyr, skiptatækjamaður, og Andri Geir, heimspekinemi, með hinn geysivinsæla þátt Steve Dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Við sýnum beint frá ISPS Handa Wales Open-mótinu í golfi. Er það hluti af Evrópumótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 16:00 verður beint útsending frá Meistaradeild Evrópu í eFótbolta.

Golfstöðin

Nóg af beinum útsendingum er úr golfheiminum í dag. Við byrjum snemma á beinni útsendingu frá AIG Women´s British Open á LPGA mótaröðinni.

Um kvöldmatarleytið verður svo sýnt beint frá Northern Trust-mótinu en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Hér má sjá dagskrána í dag.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.