Handbolti

ÍR fær markvörð frá Stjörnunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Rafn í Austurbergi í dag.
Ólafur Rafn í Austurbergi í dag. Vísir/ÍR

Handknattleiksdeild ÍR greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í dag að markvörðurinn Ólafur Rafn Gíslason væri að ganga í raðir féalgsins. Ólafur Rafn kemur frá Stjörnunni þar sem hann lék 13 leiki í Olís deildinni á síðustu leiktíð.

Þegar Olís deildin var bláfin af vegna kórónufaraldursins nú í vor þá var Stjarnan í 8. sæti eftir 20 leiki, sjö stigum á eftir ÍR sem endaði í 6. sæti deildarinnar.

Það styttist óðfluga í næsta tímabil en Olís deild karla fer af stað þann 10. september, allavega eins og staðan er í dag. Þá koma Eyjamenn í heimsókn í Austurbergið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.