Viðskipti innlent

Ís­lendingar sem starfa er­lendis gætu brátt tekið lán í ís­lenskum krónum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lagabreytingin gæti til að mynda nýst íslenskum námsmönnum á erlendri grundu.
Lagabreytingin gæti til að mynda nýst íslenskum námsmönnum á erlendri grundu. Vísir/getty

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lánum sem tengjast erlendum gjaldmiðlum. Verði frumvarpið að lögum standa vonir til að einstaklingum bjóðist lán í íslenskum krónum þó þau teljist lán tengd erlendum gjaldmiðlum.

Breytingin yrði á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, og laga um neytendalán, nr. 33/2013, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Undanfarin ár hafa lánveitendur hér á landi ekki boðið upp á lán tengd erlendum gjaldmiðlum. Lán í íslenskum krónum geta talist lán tengd erlendum gjaldmiðlum t.d. ef tekjur einstaklinga eru í erlendum gjaldmiðli eða ef þeir búa erlendis.

Ástæða þess að lánin standa fólki ekki til boða er sú að lánveitendur telja sig illa geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í lögum um slík lán. Þetta hefur leitt til þess að t. d. einstaklingum sem búsettir eru hér á landi og hafa tekjur í erlendum gjaldmiðli stendur hvorki til boða að fá fasteignalán né neytendalán.

Sem dæmi má nefna sjómenn, flugfólk, námsmenn og aðra sem t.d. starfa sinna vegna eða náms fá laun greidd í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum eða þurfa að vera búsettir erlendis.

Nokkur fjöldi einstaklinga hefur sett sig í samband við ráðuneytið á undanförnum mánuðum og vakið athygli á þessari stöðu sinni.

Frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda og laga um neytendalán má nálgast í samráðsgátt hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.