Körfubolti

Davis og LeBron drógu Lakers í land | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron og Davis ræða við dómarana í nótt.
LeBron og Davis ræða við dómarana í nótt. vísir/getty

LA Lakers er á miklu skriði í NBA-körfuboltanum en í nótt unnu þeir sinn fimmta sigur í röð er liðið vann sigur á Boston, 114-112.Það var mikil spenna í leiknum. Boston var 110-109 yfir er 36 sekúndur voru eftir af leiknum en strákarnir úr borg englanna voru sterkari á lokakaflanum.Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 32 stig. Hann tók einnig þrettán fráköst. LeBron James skoraði 29 stig og tók átta fráköst sem og að gefa níu stoðsendingar.Jayson Tatum gerði 41 stig fyrir Boston.

Bradley Beal gerði sér lítið fyrir og skoraði 53 stig í tapi Washington gegn Chicago á heimavelli, 117-126. Þetta var annað tap Washington í röð en Chicago er með 34,5% sigurhlutfall í vetur.Öll úrslit næturinnar:

Boston - LA Lakers 112-114

Minnesota - Denver 116-128

Indiana - Toronto 81-127

Washington - Chicago 117-126

San Antonio - Oklahoma City 103-131

New Orleans - Golden State 115-101

Detroit - Portland 104-107

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.