Sport

Baðst afsökunar á ósmekklegum ummælum um hryðjuverkin 11. september

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Israel Adesanya hefur unnið alla 18 bardaga sína á atvinnumannaferlinum.
Israel Adesanya hefur unnið alla 18 bardaga sína á atvinnumannaferlinum. vísir/getty

Israel Adesanya, UFC-meistari í millivigt, hefur beðist afsökunar á afar ósmekklegum ummælum um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001.

Adesanya mætir Yoel Romero í Las Vegas í næsta mánuði. Á blaðamannafundi fyrir bardagann sagði Adesanya að Romero myndi molna eins og tvíburaturnarnir í bardaganum.

Ummæli Adesanyas mæltust ekki vel fyrir og hann hefur beðist afsökunar á þeim.

„Ég var bara að blaðra og heilinn vann hraðar en munnurinn og valdi röng orð,“ sagði Adesanya.

„Þegar þú talar nógu oft opinberlega missa einhver ummæli marks. Það gerðist í þessu tilviki og ég biðst afsökunar á því. Í framtíðinni passa ég hvað ég segi.“

Adesanya hefur unnið alla 18 bardaga sína á ferlinum. Í síðasta bardaga sínum, 6. október í fyrra, sigraði hann Robert Whittaker.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.