Sport

Baðst afsökunar á ósmekklegum ummælum um hryðjuverkin 11. september

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Israel Adesanya hefur unnið alla 18 bardaga sína á atvinnumannaferlinum.
Israel Adesanya hefur unnið alla 18 bardaga sína á atvinnumannaferlinum. vísir/getty

Israel Adesanya, UFC-meistari í millivigt, hefur beðist afsökunar á afar ósmekklegum ummælum um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001.

Adesanya mætir Yoel Romero í Las Vegas í næsta mánuði. Á blaðamannafundi fyrir bardagann sagði Adesanya að Romero myndi molna eins og tvíburaturnarnir í bardaganum.

Ummæli Adesanyas mæltust ekki vel fyrir og hann hefur beðist afsökunar á þeim.

„Ég var bara að blaðra og heilinn vann hraðar en munnurinn og valdi röng orð,“ sagði Adesanya.

„Þegar þú talar nógu oft opinberlega missa einhver ummæli marks. Það gerðist í þessu tilviki og ég biðst afsökunar á því. Í framtíðinni passa ég hvað ég segi.“

Adesanya hefur unnið alla 18 bardaga sína á ferlinum. Í síðasta bardaga sínum, 6. október í fyrra, sigraði hann Robert Whittaker.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×