Handbolti

Seinni bylgjan: „Aga­laust“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Stjarnan tapaði í gær fyrir Selfyssingum á heimavelli er liðin mættust í síðustu umferð 19. umferðar Olís-deildar karla.

Byrjun Stjörnunnar í leiknum var ekki upp á marga fiska. Hún var það slök að Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé eftir fjórar mínútur í stöðunni 2-0.

„Ef þú horfir á holninguna á Stjörnuliðinu sóknarlega þá skil ég fullkomnlega hvað Rúnar er að reyna að gera,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.

„Hann sér í hvað stefnir og er að reyna stoppa í áður en allt fer til fjandans.“

Ágúst Jóhannsson tók svo við boltanum.

„Þegar maður horfir á þessar klippur, þá er allt gert á hálfum hraða. Ég er ekki að segja að ég hefði sjálfur tekið þetta leikhlé en þarna eru fjórar eða fimm sóknir og allt er á 20% krafti.“

„Þegar Stjarnan var að nálgast Selfoss þá voru þeir að reyna snúa hann í dauðafærum og reyna að hausa í hraðaupphlaupum. Þetta var agalaust,“ sagði Ágúst.

Innslagið í heild má sjá efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×