Handbolti

Seinni bylgjan: „Aga­laust“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Stjarnan tapaði í gær fyrir Selfyssingum á heimavelli er liðin mættust í síðustu umferð 19. umferðar Olís-deildar karla.

Byrjun Stjörnunnar í leiknum var ekki upp á marga fiska. Hún var það slök að Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé eftir fjórar mínútur í stöðunni 2-0.

„Ef þú horfir á holninguna á Stjörnuliðinu sóknarlega þá skil ég fullkomnlega hvað Rúnar er að reyna að gera,“ sagði Guðlaugur Arnarsson.

„Hann sér í hvað stefnir og er að reyna stoppa í áður en allt fer til fjandans.“

Ágúst Jóhannsson tók svo við boltanum.

„Þegar maður horfir á þessar klippur, þá er allt gert á hálfum hraða. Ég er ekki að segja að ég hefði sjálfur tekið þetta leikhlé en þarna eru fjórar eða fimm sóknir og allt er á 20% krafti.“

„Þegar Stjarnan var að nálgast Selfoss þá voru þeir að reyna snúa hann í dauðafærum og reyna að hausa í hraðaupphlaupum. Þetta var agalaust,“ sagði Ágúst.

Innslagið í heild má sjá efst í fréttinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.