Handbolti

Seinni bylgjan: Lunkinn þjálfari Ís­lands­meistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot

Ágúst Jóhannsson er þjálfari þrefaldra meistara Vals í handbolta kvenna en hann er ekki bara lunkinn þjálfari því hann var einnig liðtækur handboltamaður á sínum tíma.

Seinni bylgjan var á dagskrá í gærkvöldi þar sem Ágúst var einn sérfræðinganna en undir lok þáttarins var brugðið á það ráð að sýna gamla klippu af Ágústi.

Farið var í gullkistuna og fundið klippa með Ágústi í leik með KR gegn Haukum. Ágúst leikur þá á vörn Hauka og setur hann undir Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörð í markinu.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að ofan.

Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif Gústa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×