Katla: Andinn í liðinu miklu betri Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2020 22:02 Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur. mynd/stöð2sport Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni. „Já, mér finnst við farnar að spila betur saman í síðustu tveim leikjum,“ sagði Katla um liðið sitt undanfarið. „Það vita allir að við vorum ekki að spila okkar leik eftir áramót en mér finnst við vera að finna okkur núna og erum að þjappa okkur saman.“ Leikstjórnandi Keflavíkur getur varla leynt brosinu þegar hún segir frá upplifuninni innan liðsins seinustu vikurnar. „Andinn í liðinu er orðinn miklu betri og mér finnst allt ógeðslega skemmtilegt núna!“ segir hún kát. Keflavík átti slaka byrjun á nýju ári en er núna loksins að finna sig. Hvað veldur? „Ég veit það ekki alveg, það er eins og jólafríið hafi farið illa í okkur en bikarfríið farið vel í okkur. Við lítum bara á það þannig og höldum ótrauð áfram,“ sagði Katla um framhaldið. Leikurinn gegn Haukum var góður en Keflvíkingar pössuðu ekki vel upp á boltann í honum. Katla gekkst við því og taldi sig vita ástæðuna. „Við vorum svolítið stífar í leiknum og vorum að tapa boltanum á klaufalegan hátt. Á algjörlega ónauðsynlegan hátt,“ sagði hún og tapaði sjálf sex boltum í leiknum. Suðurnesjalið hafa oft verið þekkt fyrir að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Keflavík hefur ekki sýnt það í langan tíma. Í þessum leik voru þær hins vegar að finna þristana. „Þriggja stiga nýtingin var loksins einhver í þessum leik. Hún er ekki búin að vera góð undanfarið en var loksins fín,“ sagði Katla um skotnýtingu sinna liðsmanna. Katla Rún bætti við að lokum að Keflavík hefur yfirleitt verið að vinna leiki á hinum enda vallarins. „Vörnin hefur verið að vinna leiki fyrir okkur en ekki skotnýtingin,“ sagði hún og hélt hress inn í búningsklefa til að fagna með liðinu.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 79-74 | Keflavík hélt 3. sæti Keflavík náði tveggja stiga forskoti á Hauka og endar með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna í vetur, með mikilvægum sigri í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2020 22:45