United gekk frá Club Brug­­­ge og Ragnar í 16-liða úr­slitin | Öll úr­­slit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fred fagnar marki í kvöld.
Fred fagnar marki í kvöld. vísir/getty

Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en eftir 23 mínútur fékk varnarmaður Club Brugge, Simon Deli, rautt spjald eftir að hafa varið boltinn skot Luke Shaw.







Leikmenn belgíska liðsins mótmæltu kröftuglega en rauða spjaldið og vítaspyrnan stóð. Á punktinn steig Bruno Fernandes og skoraði af miklu öryggi.

Sjö mínútum síðar skoraði Odion Ighalo sitt fyrsta mark fyrir United. Eftir laglegt samspil kom Mata boltanum á Nígeríumanninn sem opnaði markareikninginn sinn fyrir rauðu djöflanna.

Veislan hélt áfram í fyrri hálfleik en Scott McTominay kom United í 3-0 fyrir hlé. Tvö mörk voru skorað í síðari hálfleik. Fred gerðu þau bæði; það fyrra á 82. mínútu og það síðara í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 og samanlagt 6-1.







Ragnar Sigurðsson og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu út Celtic á útivelli, 3-1, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Ragnar átti virkilega góðan leik í miðri vörn FCK í leiknum.

Ajax er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið, tæpu ári eftir að hafa spilað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en sigur gegn Getafe á heimavelli í kvöld dugði ekki til.







Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan sem og samanlögð úrslit.

Öll úrslit kvöldsins:

Basel - APOEL 1-0 (Samanlagt 4-0)

Espanyol - Wolves 3-2 (Samanlagt 3-6)

Porto - Bayer Leverkusen 1-3 (Samanlagt 2-5)

Gent - Roma 1-1 (Samanlagt 1-2)

Istanbul Basaksehir - Sporting 4-1 (Samanlagt 5-4 eftir framlengingu)

Lask - AZ Alkmaar 2-0 (Samanlagt 3-1)

Ajax - Getafe 2-1 (Samanlagt 2-3)

Arsenal - Olympiacos 0-1 (Framlenging í gangi)

Benfica - Shaktar Donetsk 3-3 (Samanlagt 4-5)

Celtic - FCK (Samanlagt 2-4)

Inter - Ludogorets 2-1 (Samanlagt 4-1)

Man. United - Club Brugge 5-0 (Samanlagt 6-1)

Sevilla - Cluj (Samanlagt 1-1 - Sevilla áfram á útivallarmörkum)

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira