Innlent

Ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu á Austur­landi

Sylvía Hall skrifar
Strandartindur.
Strandartindur. Map.is

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ástæða óvissustigsins er einna helst snjósöfnun í Strandartindi á Seyðisfirði og svæði utan við varnargarð í Neskaupstað að því er fram kemur í tilkynningunni.

Ef úrkoma heldur áfram gæti verið þörf á því að lýsa yfir hættustigi eða rýma svæðið en ekki hefur verið talin ástæða til þess enn sem komið er.

Veðurstofan og snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast vel með stöðu mála sem og lögregla og Landsbjörg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.