Handbolti

Seinni bylgjan: Skriðtækling Ágústs í Dalhúsum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar var rauða spaldið sem Ágúst Birgisson fékk í sigri FH á Fjölni, 21-26, í Olís-deild karla á sunnudaginn réttur dómur. Þeir sögðu einnig að FH-ingar hefðu verið heppnir að missa ekki annan leikmann af velli.

Snemma leiks skriðtæklaði Ágúst nánast Fjölnismanninn Viktor Berg Grétarsson en slapp við rauða spjaldið fyrir þessa undarlegu varnartilburði.

„Þetta er mjög algengt,“ sagði Ágúst Jóhannsson léttur en sagði að þessar aðfarir nafna síns verðskulduðu rautt spjald. Arnar Pétursson var á sama máli.

Þeir sögðu einnig að FH-ingurinn Jón Bjarni Ólafsson hefði verið heppinn að sleppa við rautt spjald þegar hann fór í andlitið á Fjölnismanninum Goða Ingvari Sveinssyni í seinni hálfleik.

„Samkvæmt þeim reglum sem dæmt er eftir í dag er þetta rautt spjald,“ sagði Arnar.

Ágúst fékk rauða spjaldið á 16. mínútu, í stöðunni 4-7 fyrir FH, fyrir brot á Birgi Steini Jónssyni.

„Þetta er bara rautt,“ sagði Ágúst. „Allt saman eru þetta óviljabrot en þetta er bara rautt.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×