Körfubolti

Troðslan sem heimurinn er að missa sig yfir | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pearce er hér að klára meistaraverkið sitt.
Pearce er hér að klára meistaraverkið sitt.

Maxwell Pearce spilar með Harlem Globetrotters og það er ekki að ástæðulausu. Hann er töframaður.

Fyrir tveimur dögum setti hann á netið ótrúlegt myndband þar sem hann treður boltanum í körfuna. Aldrei áður hafa sést slík tilþrif og talað um flottustu troðsla allra tíma sem á sér ekki stað í leik.


Það hefur líklega þurft að taka þetta upp nokkrum sinnum en er það náðist þá var þetta fullkomið. Svo fallegt og má horfa endalaust á þetta.

Milljónir hafa þegar horft á og miklu fleiri milljónir munu líklega skoða þetta myndband á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.