Körfubolti

Fyrrum liðsfélagi LeBron segir mataræðið hans vera skelfilegt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron er kannski að hugsa um ís í eftirrétt þarna.
LeBron er kannski að hugsa um ís í eftirrétt þarna. vísir/getty

Það virðist engu máli skipta hvað körfuboltastjarnan LeBron James borðar. Hann er alltaf í jafn flottu formi og spilar frábærlega.

Fyrrum liðsfélagi hans hjá Cleveland Cavaliers, Tristan Thompson, hefur tjáð sig um mataræði ofurstjörnunnar.

„Mataræðið hans er það versta sem ég hef séð. Hann borðar fimm brauðsneiðar á morgnana með sýrópi, jarðarberjum og bönunum. Síðan fær hann sér fjögurra egga omelettu og treður svo yfir alla. Þetta gengur ekki upp,“ segir Thompson og bætir við að LeBron sé mikill sælkeri.

„Hann fær sér alltaf eftirrétt. Eftir allar máltíðir. Það er fáranlegt að sjá hvernig hann borðar en það virkar fyrir hann. Hann elskar líka sætindi og það verður að vera eftirréttur. Það er glórulaust hvernig líkaminn brennir öllu þessu drasli.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×