Menning

Kol­beinn blótar enn í nýrri þýðingu Tinna­­bókanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jean Posocco útgefandi hjá Froski mundar hér Tinnabækurnar tvær.
Jean Posocco útgefandi hjá Froski mundar hér Tinnabækurnar tvær. Vísir/Sigurjón

Í dag er haldið upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinnabókanna hjá útgáfufélaginu Froski, sem ætlar að gefa allar Tinnabækurnar út á næstu tíu árum. Bækurnar eru í nýrri þýðingu Anítu K. Jónsson.

Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Jean Posocco útgefanda hjá Froski í útgáfuhófinu í verslun Nexus í kvöld. Hann sagði að lesendur mættu ekki eiga von á því að Kolbeinn kafteinn hætti að bölva – munnsöfnuðurinn væri eitt af hans aðaleinkennum.

Þá sagði hann nýju þýðinguna nútímalegri en þá eldri, enda væri hugmyndin að ná betur til yngri lesenda.

Viðtal við Jean má horfa á í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.