Handbolti

Hvítu riddararnir í gær: Við elskum mömmur okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna, Hvítu riddararnir, á hliðarlínunni í gær.
Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna, Hvítu riddararnir, á hliðarlínunni í gær. Mynd/S2 Sport

Stuðningsmannasveit handboltaliðs Eyjamanna bauð aftur upp á mæðramyndir á hliðarlínunni í gær þegar ÍBV rúllaði upp toppliði Hauka. Þær voru hins vegar af allt öðrum toga en síðast.

Hvítu riddararnir fengu á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í bikarleik ÍBV og FH á dögunum þar sem þeir buðu meðal annars myndir af mæðrum leikmanna FH í stúkunni og öskruðu og börðu á hurðina á búningsklefa FH-inga eftir leik.

Hvítu riddararnir höfðu beðist afsökunar á framkomu sinni en Handknattleikssamband Íslands á eftir að taka það mál fyrir.

Æðstu menn HSÍ voru mættir til Vestmannaeyja í gær því Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, voru á leik ÍBV og Hauka. Þeir voru væntanlega að kanna aðstæður eftir það sem gekk á í leiknum á undan.

Hvítu riddararnir buðu aftur upp á mæðramyndir í leiknum í gær en voru núna með myndir af sínum mömmum auk veggspjalds þar sem stóð: Við elskum mömmur okkar.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.