Körfubolti

Dr. Dre hyllti Kobe með stórbrotnu myndbandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kobe Bryant var hylltur fyrir Stjörnuleik NBA í nótt, sem og á meðan leik stóð.
Kobe Bryant var hylltur fyrir Stjörnuleik NBA í nótt, sem og á meðan leik stóð. Vísir/Getty

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í nótt. Þar var sýnt stórbrotið myndband til minningar um Kobe Bryant sem tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Dr. Dre setti saman. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Dr. Dre eða Andre Romelle Young var meðlimur hljómsveitarinnar N.W.A á árum áður. Síðan sveitin lagði upp laupana hefur hann verið einn virtasti upptökustjóri bandarísku tónlistarsenunnar og þá var hann einn af stofnendum Beats heyrnatólanna sem Apple keypti fyrir þrjá milljarða bandaríkja dala árið 2014.

Stjörnuleiknu sjálfum lauk með 157-155 sigri Lebron James og samherja hans. Þá var Kawhi Leonard valinn besti leikmaður leiksins og fékk því Kobe Bryant verðlaunin fyrstur allra en þau verðlaun fær sá leikmaður sem er kosinn bestur í leiknum.


Tengdar fréttir

Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni

Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.