Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 09:28 Derrick Jones sýndi bestu tilþrifin í troðslukeppninni. vísir/epa Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira