Er borgarstjórnendum í nöp við Grafarvog? Árni Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun