Handbolti

Seinni bylgjan: Leikmenn sem fá betri samning eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Logi Geirsson tók saman áhugaverðan topp fimm lista í Seinni bylgjunni yfir leikmenn í Olís-deild karla sem hafa hækkað mest á handboltahlutabréfamarkaðnum í vetur.

Logi átti þar við leikmenn sem hafa spilað vel í vetur og fá væntanlega betri samning á næsta tímabili. Á lista Loga eru tveir ÍR-ingar, einn HK-ingur, einn FH-ingur og einn Mosfellingur.

Hafþór Vignisson, leikmaður ÍR, er í 5. sæti listans og samherji hans, markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson, í efsta sætinu.

„Yfir allt tímabilið er Siggi með bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni,“ sagði Logi um Sigurð, eða Sigga seðil eins og hann er oft kallaður. Honum leiðist væntanlega ekkert að fá fleiri seðla í vasann.

Hinir á topp fimm lista Loga eru Blær Hinriksson, Jóhann Birgir Ingvarsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar

Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.