Handbolti

Seinni bylgjan: Leikmenn sem fá betri samning eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Logi Geirsson tók saman áhugaverðan topp fimm lista í Seinni bylgjunni yfir leikmenn í Olís-deild karla sem hafa hækkað mest á handboltahlutabréfamarkaðnum í vetur.

Logi átti þar við leikmenn sem hafa spilað vel í vetur og fá væntanlega betri samning á næsta tímabili. Á lista Loga eru tveir ÍR-ingar, einn HK-ingur, einn FH-ingur og einn Mosfellingur.

Hafþór Vignisson, leikmaður ÍR, er í 5. sæti listans og samherji hans, markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson, í efsta sætinu.

„Yfir allt tímabilið er Siggi með bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni,“ sagði Logi um Sigurð, eða Sigga seðil eins og hann er oft kallaður. Honum leiðist væntanlega ekkert að fá fleiri seðla í vasann.

Hinir á topp fimm lista Loga eru Blær Hinriksson, Jóhann Birgir Ingvarsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar

Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×