Handbolti

Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hvítu Riddararnir með myndir af mömmum sínum í leiknum á móti Haukum.
Hvítu Riddararnir með myndir af mömmum sínum í leiknum á móti Haukum. Mynd/S2 Sport

Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur.„Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar.„Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum.Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag.„Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir.„Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar.„Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar.„Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson.„Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinniFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.