Sport

Wilder ætlar að rota Fury og toppa Ali

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilder og Fury mætast öðru sinni á laugardaginn.
Wilder og Fury mætast öðru sinni á laugardaginn. vísir/getty

Deontay Wilder ætlar að rota Tyson Fury þegar þeir mætast í titilbardaga í þungavigt á laugardaginn. Vinni Wilder ver hann titilinn sinn í ellefta sinn í röð og toppar þar með goðið sitt, Muhammad Ali.

Wilder og Fury gerðu umdeilt jafntefli 1. desember 2018. Þetta er eini bardaginn sem þessir mögnuðu hnefaleikakappar hafa ekki unnið á ferlinum.

Wilder hefur unnið 42 af 43 bardögum sínum, þar af 41 með rothöggi. Hann vill bæta 43. sigrinum við þegar hann mætir Fury á laugardaginn.

„Það yrði frábær tilfinning, að verja titilinn í ellefta sinn í röð. Mér datt aldrei í hug að ég yrði heimsmeistari í þungavigt og jafn hetjunni minni, Ali,“ sagði Wilder.

„Þegar ég hef sigrað Fury með svakalegu rothöggi mun ég fara enn lengra og slá metið.“

Wilder vonast til að sigur á Fury skili honum aukinni virðingu. Honum hefur lengi fundist hann ekki vera metinn að verðleikum í heimalandinu.

„Það er erfitt þegar íþróttin þín er ekki á toppnum hér í Bandaríkjunum,“ sagði Wilder sem sigraði Kúbverjinn Luis Ortiz í síðasta bardaga sínum 23. nóvember 2019.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×