Sport

KR landar enn einum titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agnar Þorláksson (til vinstri) og Orri Þórisson (til hægri) voru í liði KR í dag.
Agnar Þorláksson (til vinstri) og Orri Þórisson (til hægri) voru í liði KR í dag. Vísir/Skjáskot

KR vann í dag keppni í tölvuleiknum FIFA 20 á Reykjavíkurleikunum. Liðið skipa þeir Agnar Þorláksson og Orri Þórisson.

Alls tóku 12 lið þátt í keppninni og fjögur þeirra komust í undanúrslit sem voru leikin í Háskólabíó fyrr í dag.

Í úrslitaleiknum mættust KR og FH/Fylkir en það lið skipa þeir Aron Lárusson og Jóhann Jóhannsson. 

Fór það svo að KR-ingar höfðu beturí leiknum, lokatölur 3-1. Er þetta fyrsti titill sem rafíþróttadeild KR vinnur en landsliðs- og atvinnumaðurinn Arnór Ingi Traustason er velunnari deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×