Handbolti

Annar sigur HK kom á Akureyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
HK gerði góða ferð til Akureyrar.
HK gerði góða ferð til Akureyrar. Vísir/Daníel

HK gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild karla í dag. Unnu gestirnir úr Kópavogi fjögurra marka sigur, lokatölur 26-23.

Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en þegar rúmar tíu mínútur voru til hálfleiks höfðu gestirnir náð upp fjögurra marka forystu, staðan þá 10-6 HK í vil. 

Eftir að hafa mest náð upp sex marka forystu var aftur orðinn fjögurra marka munur í hálfleik. Staðan þá 14-10 HK í vil.

Síðari hálfleikur spilaðist svipað og munurinn alltaf 4-5 mörk. Á endanum fór það svo að HK vann leikinn með þriggja marka mun, 26-23.

Hjá HK fór Blær Hinriksson á kostum en hann skoraði 12 mörk, þar af sex víti. Í markinu varði Davíð Hlíðdal Svansson 11 skot og var með 32% markvörslu. Hjá KA var Daníel Örn Griffin með átta mörk á meðan Dagur Gautason skoraði sjö mörk. 

HK eru sem fyrr á botni deildarinnar, nú með fjögur stig. KA er hins vegar enn með 11 stig í 9. sætinu.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×