Körfubolti

Falur: Þetta er orðið fínt þetta einelti

Helgi Hrafn Ólafsson skrifar
Victor Moses og Falur Harðarson.
Victor Moses og Falur Harðarson. vísir/samsett/bára

Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli gagnvart dómurunum í leik Fjölnis gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöld og reyndar yfir allt tímabilið.Fjölnismenn töpuðu fyrir Þór í gærkvöldi og eru nánast fallnir eftir tapið.„Við fáum ekki dæmdar villur. Þetta er orðið fínt, þetta einelti á Viktor Moses,“ voru fyrstu viðbrögð Falar eftir leikinn.Viktor Moses var í harðri baráttu við framherja Þórs í kvöld en dróg aðeins tvær villur í öllum leiknum.„Það væri gaman að taka saman hvað maður sem spilar svona mikið undir körfunni fær aldrei dæmdar villur. Í dag lendir hann mörgum sinnum í gólfinu og ég er orðinn þreyttur á þessu,“ sagði Falur um meint villuleysi í leiknum. Fjölnir dróg aðeins tíu villur í öllum leiknum á meðan að Þór nældi sér í 16 slík.Fjölnir eru að sögn flestra fallnir og þessi leikur var mögulega seinasti naglinn í kistu þeirra. Falur sagði að liðið hefði einmitt talað um það í gær hvernig þeir myndu reyna að nálgast síðustu deildarleiki tímabilsins.„Við ætlum bara að hafa gaman af þessu, spila körfubolta, fá að keppa í þessari deild og gera okkar besta í hverjum leik.“Honum fannst liðið hans spila af festu í kvöld og að þeir hefðu aldrei hætt þó að staðan hafi verið erfið.„Það var engin að gefa eftir,“ sagði Falur og úrslitin voru heldur ekki örugg fyrr en á seinustu 30 sekúndum leiksins.„Með smá heppni hefðum við getað tekið þennan leik,“ sagði Falur og leit ekki út fyrir að vera mikið að stressa sig á þessari viðureign.Falur bætti við að lokum að þó lokaniðurstaðan væri komin þá ætluðu hans leikmenn áfram að leggja fram. „Allir leikir eins héðan af, við höldum bara áfram ótrauðir.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.