Sport

Körfuboltamaður keppti í tveimur mjög ólíkum íþróttagreinum á Reykjavíkurleikunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daði Lár í leik með Haukum á síðasta tímabili.
Daði Lár í leik með Haukum á síðasta tímabili. vísir/vilhelm

Daði Lár Jónsson lék lengi í efstu deild í körfubolta og er þekktastur fyrir færni sína á því sviði.

Hann hefur hins vegar vent kvæði í sínu kross og keppti í tveimur íþróttagreinum á Reykjavíkuleikunum um helgina. Og þær hefðu vart getað verið ólíkari.

Daði keppti annars vegar í rafíþróttum og hins vegar í frjálsum íþróttum.

Í rafíþróttum keppti Daði í FIFA 2020 ásamt Kormáki Sigurðarsyni í liðinu Team Macron. Þeir komust í úrslit þar þeir lutu í lægra haldi fyrir Golden Goat's FH-Fylki, 1-2.

Daði keppti einnig í 60 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.

Í undanúrslitunum í 60 metra hlaupi endaði Daði í 12. sæti. Hann kom í mark á tímanum 7,24 sekúndum sem er hans besti í greininni.

Á síðasta tímabili lék Daði með Haukum í Domino's deild karla. Hann var með 8,4 stig, 3,9 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur einnig leikið með Keflavík og uppeldisfélaginu Stjörnunni.

Daði er sonur Jóns Kr. Gíslasonar, fyrrverandi landsliðsmanns og landsliðsþjálfara í körfubolta. Eldri bróðir hans, Dagur Kár, leikur með Grindavík og á A-landsleiki á ferilskránni. Yngri bróðir þeirra, Dúi Þór, leikur með Stjörnunni og þykir mjög efnilegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×