Er ekki allt gott að frétta af íslenskum sjávarútvegi? Arnar Atlason skrifar 4. febrúar 2020 09:00 Útgerðin á leið í skaðabótamál við þjóðina? Stutt í að kvótinn færist á færri en 10 hendur. Rykið um það bil að falla á Samherjamálið. Á meðan atvinnuleysi eykst er útgerðin að flytja úr landi 5.000 störf. Útgerðin borgar íslenskum sjómönnum minna en erlendum fyrir afla. SFS talar fyrir því að ekki megi ráðast á besta kerfi í heimi. Á meðan er fyrrverandi ráðherra nóg boðið og er lagður af stað í herferð gegn kerfinu áður en það er of seint. Jú sennilega reddast þetta. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda á makríl. Þó svo dómurinn hafi einungis snúist um viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins, má leiða líkur að því að skaðabótakröfur útgerða á hendur íslenska ríkinu geti numið 6-7 milljörðum. Fákeppni er í flestum hagkerfum heimsins skilgreind sem markaðsbrestur sem neikvæð áhrif hefur á almenning í hverju kerfi fyrir sig. Á Íslandi eru í gildi reglur í sjávarútvegi í þá veru að ekki megi meira en 12% af hverri fisktegund vera í eigu eins aðila. Lög þessi kveða þó ekki á um krosseignatengsl eða skyldleika aðila. Vissulega eru stjórnvöld að vinna í því að styrkja umrædd lög. Nefnd hefur verið starfandi frá því í fyrra, sem hefur það verkefni að hreinsa til í þessum efnum sem og á öðrum svartari sviðum sjávarútvegsins. Umhugsunarefnið er þó það að 12% hámarkið segir í raun að 9 fyrirtæki eða einstaklingar gætu ráðið yfir öllum veiðiheimildum landsins. Það hefur jafnframt verið sýnt ágætlega fram á að nú þegar séu fjórar blokkir sem stjórni allt að helmingi allra veiðiheimildanna. Hvað hefur gerst í Samherjamálinu? Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson er enn þeirrar skoðunar að tengsl hans við félagið séu ekki það mikil að það hafi nokkur áhrif á hans störf. Innanhúsrannsókn félagsins miðar víst alveg prýðilega áfram. Björgólfur Jóhannsson hefur ekki neitað því að Þorsteinn Már gæti snúið aftur í forstjórastól um mitt ár eftir að skýrslan hafi verið birt. Ásakanir um mútur, skattaundanskot og peningaþvætti hafa hvorki verið hraktar né sannaðar svo ég viti til. Nú nýverið hefur gamall draugur látið á sér kræla sem kallast atvinnuleysi. Þennan draug þekkjum við Íslendingar þó svo hér á landi sé atvinnuþátttaka mikil. Enda setjum við viðmið okkar lægra en aðrar þjóðir þegar kemur að tölum um atvinnuleysi. Við höfum hingað til ekki viljað sjá það. Jafnframt er það þekkt hjá Íslendinum sem og hjá öðrum þjóðum að atvinnuleysi togast í hagstjórninni á við gengisskráningu gjaldmiðils og verðbólgu. Það er því öllum ljóst að aukið atvinnuleysi er ætíð áhyggjuefni. Þó er það svo að á Íslandi flytjum við í auknum mæli út störf í sjávarútvegi. Á nýliðnu ári nam útflutningur á fiski til vinnslu í öðrum löndum á bilinu 50-60 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi þá hafa verið leiddar að því líkur að á bak við hver 1.000 tonn af fiski séu um það bil 10 störf, að frátöldum afleiddum störfum. Þannig má sannarlega áætla að umræddur útflutningur sé í raun ígildi þess að leggja niður 5.000 störf í landinu. Umhugsunarvert ætti að vera hvort ekki megi með einhverjum hætti auka eða hvetja til vinnslu á þessum fiski hér heima. Sérstaklega þar sem ítrekað hefur verið bent á að hagvöxtur í íslenskum sjávarútvegi þarf að byggja á framleiðniaukningu sem byggir á tækniframförum. Það eru engar tækniframfarir í því að flytja úr landinu óunninn fisk eða þá störf. Á undanförnum vikum hefur ítrekað komið upp á yfirborðið umræða um vafasama verðlagningu á íslensku sjávarfangi. Kári Stefánsson benti á þetta í mjög gagnlegri makrílumræðu. Sú umræða byggði á rannsókn Verðlagsstofu sem gat bent til þess að pottur væri brotinn. Félag vélstjóra og málmtæknimanna birti svo auglýsinguna „Er þetta eðlilegt?“ sem byggði á niðurstöðu þeirra í þá veru að ekki væri greitt sama verð á Íslandi fyrir íslenskan og erlendan kolmunna. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa svo ítrekað bent á að á Íslandi viðgangist tvöföld verðmyndun á fiski. Á fagmáli má kalla þetta að horfa í gegnum fingur sér með milliverðlagningu. Milliverðlagning (transfer pricing) er ólögmæt samkvæmt skattalögum hér eins og í flestum öðrum löndum. Með ólíkindum má telja að stjórnvöld hafi ekki tekið fastar á þessum málum þrátt fyrir álit Samkeppniseftirlitsins í þá veru. Íslenska þjóðarsálin er einstök, við erum fljót upp og enn fljótari að gleyma. Þetta má best sjá hvern janúarmánuð er handboltalandsliðið okkar er við keppni á erlendri grundu. Við reiðumst og gleðjumst á víxl, notum lýsingarorð á hæsta stigi og opnum á tilfinningar okkar svo um munar. Síðan kemur febrúar og allt er gleymt. Þó svo þetta sé skemmtilegt um að hugsa þá er þetta eðli okkar alls ekki gott þegar kemur að stærstu umfjöllunarefnum okkar. Við megum til dæmis ekki láta frasa eins og „Besta kerfi í heimi“, „Skattpíndasti iðnaður í heimi“ og „Virðiskeðjan er okkur Íslendingum mikilvæg“ drepa niður umræðu um sjávarútvegsmál. Því þó gríðarlega margt sé gott í íslenskum sjávarútvegi má alltaf bæta hlutina og best að gera það í ljósi sögunnar og þeirra hagfræðitækja sem við höfum. Innanhúsrannsókn sjávarútvegsins á sjálfum sér held ég ekki að geti verið leiðin til framtíðar.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Útgerðin á leið í skaðabótamál við þjóðina? Stutt í að kvótinn færist á færri en 10 hendur. Rykið um það bil að falla á Samherjamálið. Á meðan atvinnuleysi eykst er útgerðin að flytja úr landi 5.000 störf. Útgerðin borgar íslenskum sjómönnum minna en erlendum fyrir afla. SFS talar fyrir því að ekki megi ráðast á besta kerfi í heimi. Á meðan er fyrrverandi ráðherra nóg boðið og er lagður af stað í herferð gegn kerfinu áður en það er of seint. Jú sennilega reddast þetta. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda á makríl. Þó svo dómurinn hafi einungis snúist um viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins, má leiða líkur að því að skaðabótakröfur útgerða á hendur íslenska ríkinu geti numið 6-7 milljörðum. Fákeppni er í flestum hagkerfum heimsins skilgreind sem markaðsbrestur sem neikvæð áhrif hefur á almenning í hverju kerfi fyrir sig. Á Íslandi eru í gildi reglur í sjávarútvegi í þá veru að ekki megi meira en 12% af hverri fisktegund vera í eigu eins aðila. Lög þessi kveða þó ekki á um krosseignatengsl eða skyldleika aðila. Vissulega eru stjórnvöld að vinna í því að styrkja umrædd lög. Nefnd hefur verið starfandi frá því í fyrra, sem hefur það verkefni að hreinsa til í þessum efnum sem og á öðrum svartari sviðum sjávarútvegsins. Umhugsunarefnið er þó það að 12% hámarkið segir í raun að 9 fyrirtæki eða einstaklingar gætu ráðið yfir öllum veiðiheimildum landsins. Það hefur jafnframt verið sýnt ágætlega fram á að nú þegar séu fjórar blokkir sem stjórni allt að helmingi allra veiðiheimildanna. Hvað hefur gerst í Samherjamálinu? Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson er enn þeirrar skoðunar að tengsl hans við félagið séu ekki það mikil að það hafi nokkur áhrif á hans störf. Innanhúsrannsókn félagsins miðar víst alveg prýðilega áfram. Björgólfur Jóhannsson hefur ekki neitað því að Þorsteinn Már gæti snúið aftur í forstjórastól um mitt ár eftir að skýrslan hafi verið birt. Ásakanir um mútur, skattaundanskot og peningaþvætti hafa hvorki verið hraktar né sannaðar svo ég viti til. Nú nýverið hefur gamall draugur látið á sér kræla sem kallast atvinnuleysi. Þennan draug þekkjum við Íslendingar þó svo hér á landi sé atvinnuþátttaka mikil. Enda setjum við viðmið okkar lægra en aðrar þjóðir þegar kemur að tölum um atvinnuleysi. Við höfum hingað til ekki viljað sjá það. Jafnframt er það þekkt hjá Íslendinum sem og hjá öðrum þjóðum að atvinnuleysi togast í hagstjórninni á við gengisskráningu gjaldmiðils og verðbólgu. Það er því öllum ljóst að aukið atvinnuleysi er ætíð áhyggjuefni. Þó er það svo að á Íslandi flytjum við í auknum mæli út störf í sjávarútvegi. Á nýliðnu ári nam útflutningur á fiski til vinnslu í öðrum löndum á bilinu 50-60 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi þá hafa verið leiddar að því líkur að á bak við hver 1.000 tonn af fiski séu um það bil 10 störf, að frátöldum afleiddum störfum. Þannig má sannarlega áætla að umræddur útflutningur sé í raun ígildi þess að leggja niður 5.000 störf í landinu. Umhugsunarvert ætti að vera hvort ekki megi með einhverjum hætti auka eða hvetja til vinnslu á þessum fiski hér heima. Sérstaklega þar sem ítrekað hefur verið bent á að hagvöxtur í íslenskum sjávarútvegi þarf að byggja á framleiðniaukningu sem byggir á tækniframförum. Það eru engar tækniframfarir í því að flytja úr landinu óunninn fisk eða þá störf. Á undanförnum vikum hefur ítrekað komið upp á yfirborðið umræða um vafasama verðlagningu á íslensku sjávarfangi. Kári Stefánsson benti á þetta í mjög gagnlegri makrílumræðu. Sú umræða byggði á rannsókn Verðlagsstofu sem gat bent til þess að pottur væri brotinn. Félag vélstjóra og málmtæknimanna birti svo auglýsinguna „Er þetta eðlilegt?“ sem byggði á niðurstöðu þeirra í þá veru að ekki væri greitt sama verð á Íslandi fyrir íslenskan og erlendan kolmunna. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa svo ítrekað bent á að á Íslandi viðgangist tvöföld verðmyndun á fiski. Á fagmáli má kalla þetta að horfa í gegnum fingur sér með milliverðlagningu. Milliverðlagning (transfer pricing) er ólögmæt samkvæmt skattalögum hér eins og í flestum öðrum löndum. Með ólíkindum má telja að stjórnvöld hafi ekki tekið fastar á þessum málum þrátt fyrir álit Samkeppniseftirlitsins í þá veru. Íslenska þjóðarsálin er einstök, við erum fljót upp og enn fljótari að gleyma. Þetta má best sjá hvern janúarmánuð er handboltalandsliðið okkar er við keppni á erlendri grundu. Við reiðumst og gleðjumst á víxl, notum lýsingarorð á hæsta stigi og opnum á tilfinningar okkar svo um munar. Síðan kemur febrúar og allt er gleymt. Þó svo þetta sé skemmtilegt um að hugsa þá er þetta eðli okkar alls ekki gott þegar kemur að stærstu umfjöllunarefnum okkar. Við megum til dæmis ekki láta frasa eins og „Besta kerfi í heimi“, „Skattpíndasti iðnaður í heimi“ og „Virðiskeðjan er okkur Íslendingum mikilvæg“ drepa niður umræðu um sjávarútvegsmál. Því þó gríðarlega margt sé gott í íslenskum sjávarútvegi má alltaf bæta hlutina og best að gera það í ljósi sögunnar og þeirra hagfræðitækja sem við höfum. Innanhúsrannsókn sjávarútvegsins á sjálfum sér held ég ekki að geti verið leiðin til framtíðar.Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar