Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 81-82 | Dramatík í Grafarvogi

Andri Már Eggertsson skrifar
vísir/bára

Fjölnir tók á móti ÍR í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld.  

 

Fyrir leikinn var ÍR í 7 sæti deildarinnar með 16 stig og eru þeir í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Á meðan voru Fjölnir gott sem fallir en þeir eru  langneðstir með aðeins einn sigurleik sem kom í annari umferð deildarinnar.  

 

Fjölnir tók frumkvæði í leiknum og héldu ÍR ingum frá sér, ÍR var ekki skammt undan og kom sér inn í leikinn um miðjan 1 leikhluta og skiptust liðin þá á að leiða leikinn,  

 

Annar leikhluti byrjaði einsog sá fyrsti endaði. Liðin skiptust á að leiða leikinn en um miðjan 2 leikhluta kom síðan skrautlegur kafli þar sem liðin skiptust á að kasta boltanum frá sér og úr því var ákveðinn grautur. Mikið jafnræði var með liðunum og komst ÍR mest 5 stigum yfir í 2 leikhluta en Fjölnir var ekki langt á eftir og komu sér inn í leikinn. Trausti Eiríksson átti síðan ótrúlega körfu til að loka þessum fyrri hálfleik en hann setti niður þrist frá miðju.  

 

ÍR komu sterkari úr hálfleiknum og náðu þeir sér í 9 stiga forskot með góðum rispum frá Evan Singletary sem var bæði að skora og skapa fyrir liðsfélaga sína. Fjölnir ganga svo á lagið um miðjan 3 leikhluta og taka 8 -0 kafla. Srdan Stojanovic lokaði leikhlutanum með flautu körfu og jafnaði þar með leikinn í 61 - 61.

 

Síðasti fjórðungur var hörkuspenna og var Evan Singletary allt í öllu í liði ÍR en þeir gengu á lagið og leiddu lungað úr 4 leikhluta en einsog í hinum 3 leikhlutum voru Fjölnir ekki langt undan og gáfust ekki upp. Síðustu mínútur leikskins voru æsispennandi. ÍR var með 6 stiga forskot þegar rúm 1 mínúta var eftir af leiknum en þá fer Fjölnir á flug og minkar leikinn mest í 1 stig alveg í blálokin fara ÍR á vítalínuna en Georgi Boyanov klikkar á báðum vítum sínum og fá Fjölnir gott tækifæri á að vinna leikinn en Tómas Heiðar klikkar.  

 

Afhverju vann ÍR leikinn?

Þó ÍR hafa oft spilað betur sýndu þeir heillt yfir þroskaðri frammistöðu. ÍR gerðu vel í að hitta úr skotum sínum inn í teig. Evan Singletary var munurinn á liðunum í dag þrátt fyrir að ÍR hafi oft spilað betur dróg hann vagninn þegar mest á reyndi og lokaði hann þessu fyrir sína menn.  

 

Hverjir stóðu upp úr?

Evan Singletary var frábær í liði ÍR en hann endaði leikinn með 28 stig 10 fráköst og 9 stoðsendingar munaði engu á að hann hafi náð þrefaldri tvennu en hann var algjör drifkraftur í ÍR liðinu þegar kom að 4 leikhluta.

 

Viktor Moses var góður í liði Fjölnis en hann var með 20 stig og var hann með 12 fráköst.

 

Hvað gekk illa?

Bæði lið voru með mikið af töpuðum boltum og var þetta oft orðinn mikil grautur á tímabili þar sem hvorugt liðið gat komið boltanum ofan í körfuna á tímabili. ÍR liðið hefur oft spilað betur en það gerði í kvöld og hefur Borche verk að vinna hef hans lið ætlar sér að ná úrslitakeppnis sæti.  

 

Hvað gerist næst?

Bikardraumur Fjölnismanna lifir enn og fara þeir næst í höllina í undanúrslit bikarsins og taka þeir þar á móti Grindavík.

 

Það kemur síðan í ljós á morgunn hvort Fjölnir séu endanlega fallnir úr efstu deild þetta tímabilið en með sigri hjá annaðhvort Þór Akureyri eða Val fellur Fjölnir.  

 

ÍR eru komnir í langa pásu þar sem þeir eru dottnir úr bikarnum. Eftir bikarinn kemur landsleikjahlé og er næsti deildarleikur hjá báðum liðum 1 mars.  

 

Fjölnir fer á Sauðarkrók og mætir Tindastól, ÍR eiga þá heimaleik við Þór Þorlákshöfn.

Falur: Leikmenn búnir að biðja mig afsökunar hvað þeir brjóta mikið á Viktor Moses



Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var svekktur með úrslit leiksins.

​„Svekkjandi, momentið var með okkur í restina ég hélt við ætluðum að taka þennan en við höfum verið snillingar í vetur að tapa jöfnum leikjum.”  

 

Falur er jákvæður og var gríðalega ánægður með baráttuna og ákveðnina hjá sínum mönnum sérstaklega í síðasta leikhluta. Hann treysti Tómasi vel til að taka þetta lokaskot hann er 70% skytta í svona skotum en í dag voru það hin 30% sem hafði betur.

Aðspurður út í eineltis ummælin sem Falur kom með í seinasta leik:

„Þetta var skárra í dag, íslenska deildin er búin að vera gegnum árin bakkara deild og eru það bakverðirnir sem fá alltaf flestu vítin. Leikmenn hafa beðið mig afsökunar eftir leiki hvað þeir brjóta á honum.”

​Falur bendir síðan á að það er ekki körfubolta leikur í efstu deild sem er hægt að dæma 10 villur það er bara bull.  

 

Borche Vörnin hefur ekki verið að virka fyrir okkur

 

Borche var ekkert sérstaklega kátur með leik sinna manna honum fannst þetta ljótur sigur sinna manna í dag en það er betra að vinna ljótann sigur en að tapa leiknum og spila vel.

​„Ég er ánægður með stigin 2, þetta var rosa skrítin leikur við vorum óstöðugir yfir allan leikinn. Við höfum tapað 2 leikjum í röð og gæti óstöðugleikinn verið útaf hvað þetta var mikilvægur leikur. Við gerðum mikið af kjánalegum mistökum sem hleypti Fjölni alltaf inn í leikinn.”  

 

Vörnin hefur verið slök hjá ÍR í síðustu leikjum og hafa þeir fengið mikið af stigum á sig í síðustu 3 leikjum. Þeir héldu Fjölni í 81 stigi en Borche var samt ósáttur við varnarleikinn og er það eitthvað sem hans menn koma til með að laga í pásunni.  

 

Meiðsli og veikindi hafa verið í herbúðum ÍR og ætla þeir að nota þetta hlé sem verður núna á deildinni til að koma til baka og vera talsvert sterkari sem lið fyrir síðustu baráttuna í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira