Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 21:31 Daníel Guðni sagðist vonast til að Seth LeDay fengi bara áminningu vegna atviksins sem átti sér stað gegn Stjörnunni á mánudaginn. VÍSIR/BÁRA „Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30