Daníel Guðni: Þýðir ekkert að bregðast svona við þó aðrir beiti olnbogaskotum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 21:31 Daníel Guðni sagðist vonast til að Seth LeDay fengi bara áminningu vegna atviksins sem átti sér stað gegn Stjörnunni á mánudaginn. VÍSIR/BÁRA „Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með orkuna og hvernig leikskipulagið gekk upp í gegnum strákana. Ég var rosalega ánægður með þessa frammistöðu,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn á Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld. Það voru margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík en frammistaða þeirra Ólafs Ólafssonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar vakti sérstaka gleði stuðningsmanna Grindavíkur en hvorugur hefur náð sér vel á strik í vetur. „Ólafur var frábær og Björgvin var frábær líka. Það var gaman að sjá hann og svona á hann að spila. Ég veit að hann getur spilað svona í hverri umferð og þetta var skemmtilegt að sjá. Ég var gríðarlega ánægður með framlagið frá þeim sem komu inn og þeim sem komu ekki inn. Það voru allir á sömu blaðsíðu.“ Grindavíkurliðið lítur mun betur út núna en þeir gerðu fyrir alls ekki svo löngu síðan. Daníel sagði að þeir hefðu litið inn á við til að leysa vandamálin. „Við erum búnir að vinna með okkur sjálfa í hópnum. Sömuleiðis hefur Seth (Leday) haft jákvæð áhrif á liðið, hann er gríðarlega flottur liðsmaður og einstaklingur. Það er óskandi að þetta sé að smella núna. Það er miklu betri bragur á þessu, inni á æfingum, sóknarlega og varnarlega. Bara yfirhöfuð betri bragur.“ Leikurinn í kvöld var afar mikilvægur. Hefðu Þórsarar unnið hefðu þeir komst fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og verið með yfirhöndina í innbyrðisleikjum. Með fjóra leiki eftir hefði verið afar erfitt fyrir Suðurnesjamenn að vinna það upp. „Þetta voru allavega sex stig,“ sagði Daníel aðspurður um mikilvægi leiksins. „Við erum auðvitað á sama stað í deildinni og með jafnmörg stig. Núna erum við með innbyrðis á þá og það skiptir máli að safna stigum það sem eftir lifir tímabils. Þetta var fyrsta skrefið hér í kvöld og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á þetta og verða ennþá betri."Vonast eftir áminningu á LeDayAtvikið á mánudag.vísir/skjáskotFyrir leik bárust fréttir af því að Stjarnan hefði lagt fram kæru vegna atviks milli Seth LeDay og Kyle Johnson í leik liðanna á mánudagskvöldið. Aganefnd á eftir að taka bannið fyrir en LeDay gæti átt bann yfir höfði sér. „Það er leiðinlegt. Ég sá þetta ekki í leiknum sjálfum eða þegar ég var að horfa aftur á leikinn. Ég talaði við minn mann, ég er auðvitað ekkert ánægður með svona framkomu og þetta á ekkert að sjást á körfuboltavelli.“ „Hann brást svona við eftir að hafa verið nýbúinn að fá olnbogaskot í síðuna frá Kyle. Það þýðir ekkert að bregðast svona við þó einhverjir aðrir beiti olnbogaskotum, það er náttúrulega verið að horfa á allt,“ bætti Daníel við. Grindavík er á leið í undanúrslitaleik í bikar í næstu viku en aganefnd KKÍ hittist á þriðjudögum og gæti dæmt LeDay í bann. Eftir því sem Vísir kemst næst tekur bannið þó ekki gildi fyrir á fimmtudeginum sem þýðir að LeDay gæti leikið í undanúrslitaleiknum gegn Fjölni á miðvikudag en yrði í banni í mögulegum úrslitaleik á laugardeginum. „Ef maður ætlar að taka öll svona atvik út þá hefði ég örugglega fengið á mig kærur sem leikmaður fyrir einhver svona fólskubrot eða olnbogaskot hér og þar eins og gerist í hverri umferð. Ef þetta verður fordæmi þá er hægt að fara í einhvern sandkassaleik og tína allskonar til.“ „Þetta náttúrulega á ekkert að sjást en þetta gerist í hverri umferð, eitthvað svona, og það er gott ef leikmenn fá kæru. Ég vona að hann fái áminningu, þetta á ekkert að sjást og hann veit það,“ sagði Daníel og bætti við að hann væri ótrúlega spenntur fyrir komandi bikarúrslitahelgi. „Ég get ekki beðið. Miðvikudagurinn má koma á morgun mín vegna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22 Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Stjarnan sendir inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay | Myndband Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent inn kæru til KKÍ á hendur Seth LeDay, leikmanns Grindavíkur, eftir atvik í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á mánudaginn. 6. febrúar 2020 20:22
Leik lokið: Grindavík - Þór Þorl. 95-78 | Grindvíkingar komnir uppfyrir Þórsara eftir góðan sigur Grindavík er komið í hið mikilvæga 8.sæti Dominos-deildarinnar eftir góðan sigur á Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Grindvíkingar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 95-78. 6. febrúar 2020 22:30