Er Alfreð nógu stór til að losna við skugga Dags? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:30 Alfreð Gíslason og svo Dagur Sigurðsson þegar hann var tolleraður eftir sigur Þjóðverja á EM 2016. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011) Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira
Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011)
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira