Sport

Þrettán sekúndubrotum frá fyrsta sætinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðni Valur er á meðal keppenda í Finnlandi.
Guðni Valur er á meðal keppenda í Finnlandi. mynd/frí

Íslenski hópurinn á NM innanhús í frjálsum íþróttum hefur staðið í ströngu í dag en mótið fer fram í Helsinki í Finnlandi.

Í 3000 metra hlaupi karla var Hlynur Andrésson aðeins þrettán sekúndubrotum frá því að koma fyrstur í mark en Svíin Simon Sundström var á tímanum 8:01,07 á meðan Hlynur hljóp á 8:01,20.

Í kúluvarpi voru Guðni Valur Guðnason og Ásdís Hjálmsdóttir í eldlínunni. Guðni Valur hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa lengst kastað 18,31 metra. Í keppni kvenna varð Ásdís í fimmta sæti; kastaði lengst 15,59 metra.

Eva María Baldursdóttir hafnaði í sjöunda sæti í hástökki með hæsta stökk upp á 1,72 metra. Í langstökki náði Hafdís Sigurðardóttir fjórða sæti með því að stökkva 5,99 metra, ellefu sentimetrum styttra en Erica Jarder sem bar sigur úr býtum. Í hástökki karla stökk Kristján Viggó Sigfinnsson 2,11 metra sem skilaði honum 2.sæti.

Hlaupararnir Þórdís Eva Steinsdóttir og Kormákur Ari Hafliðason voru bæði í sjöunda sæti í 400 metra hlaupi. Ari Bragi Kárason hafnaði í 6.sæti í 200 metra hlaupi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.