Sport

Þrettán sekúndubrotum frá fyrsta sætinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðni Valur er á meðal keppenda í Finnlandi.
Guðni Valur er á meðal keppenda í Finnlandi. mynd/frí

Íslenski hópurinn á NM innanhús í frjálsum íþróttum hefur staðið í ströngu í dag en mótið fer fram í Helsinki í Finnlandi.

Í 3000 metra hlaupi karla var Hlynur Andrésson aðeins þrettán sekúndubrotum frá því að koma fyrstur í mark en Svíin Simon Sundström var á tímanum 8:01,07 á meðan Hlynur hljóp á 8:01,20.

Í kúluvarpi voru Guðni Valur Guðnason og Ásdís Hjálmsdóttir í eldlínunni. Guðni Valur hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa lengst kastað 18,31 metra. Í keppni kvenna varð Ásdís í fimmta sæti; kastaði lengst 15,59 metra.

Eva María Baldursdóttir hafnaði í sjöunda sæti í hástökki með hæsta stökk upp á 1,72 metra. Í langstökki náði Hafdís Sigurðardóttir fjórða sæti með því að stökkva 5,99 metra, ellefu sentimetrum styttra en Erica Jarder sem bar sigur úr býtum. Í hástökki karla stökk Kristján Viggó Sigfinnsson 2,11 metra sem skilaði honum 2.sæti.

Hlaupararnir Þórdís Eva Steinsdóttir og Kormákur Ari Hafliðason voru bæði í sjöunda sæti í 400 metra hlaupi. Ari Bragi Kárason hafnaði í 6.sæti í 200 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×