Sport

Ísak Óli varð Íslandsmeistari með yfirburðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Óli vann allar sjö greinarnar.
Ísak Óli vann allar sjö greinarnar. mynd/frí

Ísak Óli Traustason, UMSS, varð í dag Íslandsmeistari í sjöþraut karla.

Ísak fékk alls 5336 stig sem er aðeins átta stigum frá hans besta árangri í greininni. Þeim náði hann á Meistaramótinu í fyrra.

Yfirburðir Ísaks um helgina voru miklir og hann vann allar sjö greinarnar.

Bjarki Rósantsson, Breiðabliki, varð annar og Andri Fannar Gíslason, KFA, þriðji.

Í sjöþraut pilta 18-19 ára varð Dagur Fannar Einarsson hlutskarpastur og í flokki pilta 16-17 ára hrósaði Þorleifur Einar Leifsson sigri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.